*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 25. nóvember 2019 07:22

Hraustleg afkoma

Hreysti hagnaðist um 19 milljónir króna á síðasta rekstrarári, árið áður nam hagnaðurinn við 12 milljónum króna.

Ritstjórn
Eggert Stefán K. Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Hreysti.

Íþróttavöruverslunin Hreysti hagnaðist um 19 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 12 milljóna króna hagnað árið áður. Tekjur félagsins námu rúmlega 273 milljónum króna og eignir námu tæplega 81 milljón króna. Eigið fé verslunarinnar nam 26 milljónum króna í árslok 2018.

Þá námu laun og launatengd gjöld 52 milljónum króna en að jafnaði störfuðu tíu starfsmenn hjá félaginu í fyrra. Hreysti er í eigu Eggerts Stefáns K. Jónssonar, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Stikkorð: uppgjör Hreysti