© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Verð á hrávörum er nú svipað og það var í ársbyrjun. Hækkanir ársins hafa gengið til baka, sé litið til hrávöruvísitölunnar S&P GSCI sem mælir verð 24 hrávara. Líkt og aðrar vísitölur hefur hún lækkað mikið í dag og nemur lækkunin 4,1%. Verð á olíu er í dag það sama og fyrir mánuði síðan.

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í gær um aðgerðir til að örva hagvöxt og sagði mikla hættu á að vöxtur yrði lítill á næstu misserum. Fjárfestar um allan heim brugðust illa við og hafa markaðir verið rauðir í dag. Í Evrópu nam lækkun á helstu vísitölum um 5%. Sama er upp á teningnum í Bandaríkjunum. Það sem af er degi hefur Nasdaq vísitalan lækkað um 2,5% og S%P 500 um 2,9%.