Umskipti hafa orðið á hrávörumörkuðum miðað við síðustu viku. Þá lækkaði allt í en morgun má segja að nánast allt hafi hækkað. Nærtækasta dæmið er hráolía sem lækkaði um meira en 10% í síðustu viku. Það sem af er degi hefur verð á olíu af Brentsvæðinu hækkað um 3% og kostar tunnan nú 112,4 dali. Sömu sögu er að segja af WTI-olíu sem nú nálgast 100 dala markið að nýju. Það sem af er degi hefur tunnan af WTI-olíu hækkað um 2,49% og kostar það nú 99,6 dali.

Gull er aftur komið yfir 1500 dali/únsa og silfur hefur einnig tekið að hækka á nýjan leik eftir nær 30% fall í síðustu viku. Það sem af er degi hefur silfurverð hækkað um nær 5%.