Eftir fimm ára niðursveiflu virðast hrávörur farnar að hækka á ný í verði á þessu ári. Búast ráðgjafar við að hækkanirnar haldi áfram út árið, þó aðrir segi að þær verði ekki jafnmiklar og þær hafa verið undanfarna 6 mánuði.

Mesta hækkunin á sykri

Mesta hækkunin hefur verið í sykri, og grísum á fæti, en einnig hafa verið töluverðar hækkanir í verði hráolíu og gulls eftir lækkanir síðustu tveggja ára. Enn eru nokkuð um lækkanir og lækka naut á fæti og kol þó mest.

Hrávöruvísitalan Bloomberg Commodity hefur hækkað um 13% á árinu, en hún lækkaði um 25% á árinu 2015 sem var lækkun fimmta árið í röð.

Sykur hækkaði um 39,6%, grísir um 39,4% og Brent hráolía um 37,3% á mörkuðum framvirkra samninga um þessar hrávörur. Gull hefur hækkað um 26,9% meðan naut á fæti hafa lækkað um 15,6% á árinu.