Olía var í frjálsu falli á mörkuðum í New York í gær. Við lokun í gærkvöldi nam lækkunin um 9% og endaði tunnan undir 100 dölum í fyrsta sinn síðan um miðjan mars.  Olía hefur haldið áfram að lækka í morgun, og er hún um 3%. Síðasta verð er 96,85 dalir á tunnu.

Silfur lækkaði um 8% og hefur því lækkað um 25% síðan á föstudag. Þrátt fyrir það hefur malmurinn nánast tvöfaldast í verði á einu ári.  Gull lækkaði um 2,3% og Bandaríkjadalur styrktist um 2% gagnvart evru.

Lækkun olíu má rekja til minnkandi eftirspurnar í Bandaríkjunum vegna mikilla verðhækkana undanfarið.  Einnig lokuðu spákaupmenn stöðum sínum og innleystu hagnað.

Eftirspurn hefur almennt dregist saman í Bandaríkjunum og Evrópu. Eftirspurn eftir þýskri iðnframleiðslu minnkaði til að mynda óvænt í mars.