*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 22. mars 2018 08:15

Hrefna opnar Skelfiskmarkaðinn

Skelfiskmarkaðurinn mun opna við Hjartagarðinn í miðbæ Reykjavíkur í júní.

Ingvar Haraldsson
Hrefna Sætran segir að eitthvað verði í boði fyrir alla á Skelfiskmarkaðnum.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hrefna Sætran opnar veitingastaðinn Skelfiskmarkaðinn við Hjartagarðinn í miðbæ Reykjavíkur í júní. Staðurinn verður til húsa við Klapparstíg 28-30 þar sem skemmtistaðurinn Sirkus var og hét.

Sömu aðilar koma að staðnum með Hrefnu og reka með henni Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn.  „Við ákváðum fyrir 3-4 árum síðan að byrja að vinna í nýjum veitingastað. Við vildum byrja á því að hugsa um hráefnið og hvað við vildum bjóða upp á, í staðinn fyrir að hugsa um húsnæðið. Við byrjuðum því  kannski á öðrum enda en vanalega,“ segir Hrefna.

Eitthvað í boði fyrir alla

Hrefna segir að matseðilinn verði fjölbreyttur. Boðið verði upp á kjöt-, fisk- og veganrétti, súpur og bröns. „Eins og á Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum verður mikið úrval og eitthvað í boði fyrir alla,“ segir hún. „Þú getur komið og fengið þér kaffibolla, eina kökusneið eða tíu rétta máltíð,“ segir Hrefna. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.