Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, telur aðgerðir ríkisins sem tilkynnt var um í gær „ömurleg tíðindi fyrir íslenskan fjármálamarkað“. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Hreiðar sendi síðdegis í gær til stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja og nokkurra annarra stjórnenda í íslenskum fjármálafyrirtækjum.

Tölvupóstur Hreiðars er svohljóðandi:

„Þetta eru ömurleg tíðindi fyrir íslenskan fjármálamarkað. Lausnin á að felast í auknum umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði.

Ríkissjóður ætlar að fara að gefa út skuldabréf til að gera erlendum fjárfestum kleift að stunda sitt "carry trade" [vaxtamunarviðskipti innsk. blaðamanns ] á 15% vöxtum.

Allir þeir sem hafa skoðað málið gera sér grein fyrir að ekkert atvinnulíf stendur undir slíkum vöxtum og þetta háir vextir á ríkisskuldabréfum mun einungis auka viðskiptahalla landsins sem var ærinn fyrir.

Samkvæmt þessu er ekki tekið á síaukinni uppgreiðsluáhættu Íbúðalánasjóðs.

Ennþá rekur ríkið tvo banka, annan sem setur vexti í 15% og hinn sem er að auka við útlán sín til íbúðakaupa á u.þ.b. 5% verðtryggðum vöxtum.

Og svo skiljum við ekkert í því af hverju það er ójafnvægi í fjármálakerfinu okkar.

Hreiðar Már.“

Viðbrögð við þessari frétt:

Árni Mathiesen: „Bankarnir þurfa ekki að eiga þessi viðskipti ef þeir vilja það ekki“

Halldór J. Kristjánsson: Aðgerðir ríkisstjórnar jákvæðar

Eiríkur Guðnason: „Sjáum bæði kosti og galla"

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar fela ekki í sér lausn á gjaldeyriskreppunni