Fátt hefur vakið meiri athygli á bandarísku hlutafjármarkaði undanfarið en hlutafjárútboð og skráning á Google sem rekur vinsælustu leitarvélina á Netinu. Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóri og sérfræðingur um Netið kemur í Viðskiptaþáttinn í dag til að ræða skráninguna, viðskiptamódelið á bak við Google og hvernig hefur tekist til á fyrstu dögum.

Að því loknu verða skoðuð hálfsársuppgjör tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. Annars vegar er það uppgjör Vinnslustöðvarinnar og hins vegar Síldarvinnslunnar og þeir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Síldarvinnslunnar verða í spjalli í Viðskiptaþættinum.

Í lok þáttarins kemur síðan Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka í þáttinn en bankinn var rétt áðan að kynna innkomu sína inn á húsnæðislánamarkaðinn. Allt niður í 4,4% vexti ? slagurinn harðnar og Hreiðar segir frá þessu í þættinum á eftir.

Viðskiptaþátturinn hefst kl. 16.00 á Útvarpi Sögu (99,4) og er endurfluttur í nótt kl. 01.