Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var fyrir stundu leiddur fyrir dómara í Héraðsdóm Reykjavíkur.

Sem kunnugt var Hreiðar Már handtekinn í gær eftir skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara. Krafist ver tveggja vikna gæsluvarðhalds yfir Hreiðari Má.

Nokkrum mínútum áður en Hreiðar Mar kom í fylgd lögreglumanna hafði Magnús Gunnarsson, fyrrv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, verið leiddur fyrir dómara mjög niðurlútur á svip. Magnús var handtekinn seinni parts dags í gær og hefur sérstakur saksóknari einnig krafist tveggja vikna gæsluvarðhalds yfir honum.

Sjá nánar í tengdum fréttum hér að neðan.