Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, og Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður sama banka, nýttu í dag kauprétt sinn, eins og fram hefur komið hér í frétt.

Heildarviðskipti þeirra nema 2,4 milljörðum króna, samanlagt.

Hvor um sig er að kaupa 1.624.000 hluti á genginu 303. Það er gert í samræmi við kaupréttaráætlun sem samþykkt var á aðalfundi bankans þann 27. mars. Verðmæti hlutar hvors um sig er um 492 milljónir króna, miðað við gengið 303.

Gengi Kaupþings banka við lok markaða í gær var 726 krónur á hlut. Miðað við það gengi er verðmæti hlutarins um 1,2 milljarðar króna og gengismunur er 687 milljónir króna, fyrir hvorn stjórnenda um sig.

Auk þess að nýta sér kaupréttarsamninginn keypti hvor um sig 1.000.000 hluti á genginu 740 og verðmæti kaupanna því 740 milljónir króna.

Hreiðar Már Sigurðsson á 5.423.239 hluti í bankanum eftir viðskiptin. Markaðsvirði hlutarins miðað við lokagengið í gær, 726 krónur á hlut, er 3,9 milljarðar. Hann á kauprétt að 1.624.000 hlutum og markaðsvirði þess hlutar, miðað við lokagengið í gær, er 1,8 milljarðar.

Sigurður Einarsson á 6.368.423 hluti í bankanum eftir viðskiptin. Markaðsvirði hlutarins miðað við lokagengið í gær, 726 krónur á hlut, er 4,6 milljarðar. Hann á kauprétt að 1.624.000 hlutum, líkt og Hreiðar Már.