Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður, nýttu í dag kauprétt sem þeir fengu í bréfum bankans í mars 2004.

Þeir keyptu báðir 812.000 hluti í bankanum á genginu 303 krónur á hlut, eða fyrir um 246 milljónir króna hvor.

Gengi Kaupþings er nú 707 krónur á hlut.

Markaðsvirði 812.000 hluta er því rúmlega 574 milljónir króna.

Félög fjárhagslega tengd Hreiðari Má eiga nú samtals tæplega 8,2 milljón hluti í bankanum.

Félög fjárghagslega tengd Sigurði Einarssyni eiga nú 14.111 hluti í bankanum.

Báðir eiga þeir Sigurður og Hreiðar Már kauprétt á 2.436.000 hlutum í Kaupþingi til viðbótar.

Eftir viðskiptin á Kaupþing 36.600.803 hluti í bankanum. Heildarhlutafé Kaupþings er rúmlega 740 milljónir hluta.