„Þetta er vel viðunandi uppgjör í ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings í tilkynningu frá félaginu í tilefni uppgjörs fyrsta ársfjórðungs.

„Uppgjörið sýnir getu bankans til að bregðast hratt við breyttum markaðsaðstæðum,“ segir Hreiðar Már.

Hann segir rekstarkostnað Kaupþings lækka verulega á milli ársfjórðunga og að sú þróun muni halda áfram.

„Efnahagsreikningur bankans minnkaði um 9% í evrum á fjórðungnum sem eru viðbrögð bankans við markaðsaðstæðum. Almenn gæði eigna bankans eru góð þrátt fyrir að afskriftir aukist milli ársfjórðunga,“ segir Hreiðar Már.

„Í núverandi markaðsumhverfi er sérlega mikilvægt að tekist hefur að verja sterka lausafjárstöðu bankans og verður það sem fyrr höfuðmarkmið stjórnenda. Við erum undir það búin að núverandi ástand á mörkuðum geti varað í töluvert langan tíma en teljum verkefnastöðu og horfur viðunandi þrátt fyrir það."

Hér má sjá upplýsingar um uppgjör Kaupþings.