Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur hafið afplánun fimm og hálfs árs fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani-málinu samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands. Þetta kemur fram á Vísi .

Þar er greint frá því að Hreiðar Már sitji nú inni í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, en líklegt má telja að hann verði fluttur á Kvíabryggju einhvern tímann á næstunni. Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi, er kominn þar inn og afplánar nú einnig sinn dóm.