Félagið Skógar fasteignafélag hefur sótt um lóð fyrir 300 herbergja hótel við Skógafoss í Rangárþingi ytra. Á meðal þeirra sem koma að félaginu eru Reykjavik Backpackers, sem rekur farfuglaheimili í Reykjavík og á Akureyri og Nitur ehf. Hótelið á að vera að mestu á einni hæð og að hluta til á tveimur hæðum.

Elvar Eyvindsson, einn þriggja fulltrúa í skipulagsnefnd Rangárþings ytra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag hótelið loka dálítiið fyrir almenning að bílastæðum við fossinn. Hann var einn þeirra þriggja fulltrúa í skipulagsnefnd Rangárþings ytra sem sátu hjá þegar tveir fulltrúar nefndarinnar samþykktu að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir hótelið. Þeir vildu að málinu yrði frestað en lögði til sem málamiðlun að hótelið verði reist sunnan við félagsheimilið Fossbúð sem stendur um 50 metrum austar og fjær Skógá en áætluð hótelbygging.

Fyrr í morgun var haft upp úr umfjöllun Fréttablaðsins um málið að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, tengdist hótelbyggingunni. Það mun ekki vera rétt.