Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Frá þessu greinir Hreiðar Már í aðsendri grein í Fréttablaðinu .

Hreiðar Már heldur þar fram að Embætti sérstaks saksóknara hafi fengið hlerunarbeiðnir gegn sér, sem voru stimplaðar af dómara við Héraðsdóms Vesturlands árið 2010. Sá dómari, Benedikt Bogason, er Hæstaréttardómari í dag.

Hreiðar Már furðar sig jafnframt á því að Embætti sérstaks saksóknara hafi þurft að leita til Héraðsdóms Vesturlands þar sem að embættið væri staðsett í Reykjavík. Hann telur að að það hafi ekki einungis verið að velja dómstól, heldur heldur einnig verið að velja dómara, vegna vinatengsla Ólafs Þórs Haukssonar og Benedikts Bogasonar. Hann heldur því jafnframt fram að ekkert þinghald var haldið og engin gögn voru lögð fram þegar ákveðið var að hlera síma hans, heldur var hlerunarúrskurðurinn stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík.