*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 18. janúar 2019 08:55

Hreiðar Már: „Þjóðin var ekki rænd“

Hreiðar Már Sigurðsson segir bréf Kevin Stanford og Karen Millen uppfullt af staðreyndavillum.

Ritstjórn
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Haraldur Guðjónsson

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir bréf sem Kevin Stanford og Karen Millen, birtu á Kjarnanum í gær þar sem Kaupþingsmenn voru bornir þungum sökum, sé uppfullt af staðreyndavillum. Rangt sé að kaup Kevin Stanfords hafi verið af frumkvæði Kaupþings heldur hafi Stanford sjálfur óskað eftir að kaupa hlutina. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar Már.

Þá sé ekki rétt að Kaupþing á Íslandi hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru neyðarláni Seðlabanka Íslands til Kaupþings í Lúxemborg í október 2008. „Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi. Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun,“ segir Hreiðar Már.

Þá hafi hann aldrei átt í samskiptum við Karen Millen né komið að fjárfestingum hennar eða veitt henni fjármálaráðgjöf. Hreiðar bendir einnig á að hann hafi ekki komið nálægt stjórn Kaupþings í áratug og því hafi hann engin áhrif á deilur Kevin Stanford við slitastjórn Kaupþings.

Stikkorð: Kaupþing
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is