Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings, fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur frá ríkinu, vegna athæfis sérstaks saksóknara við rannsókn málum tengdum honum. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu .

Eins og áður hefur komið fram þá hefur Hreiðar Már stefnt íslenska vegna þess að hann telur óeðlilega hafi verið staðið að rannsókn málum tengdum honum og hefur hann sakað embættismenn ríkisins um spillingu.

Ólafur Hauksson, sem áður sat í embætti sérstaks saksóknara, hefur vísað ölum ásökunum Hreiðars á bug. Hann bendir á að svarað hafi verið fyrir ásakanir Hreiðars í dómsal.