Hrein eign íslenskra heimila er rúmir 2.900 milljarðar króna eða 290% af vergri landsframleiðslu, að mati greiningardeildar Kaupþings banka sem bendir á að eignarhlutfallið hefur aldrei verið hærra af landsframleiðslu.

Miðað við þessar tölur er hrein eign hvers Íslendings að meðaltali um tíu milljónir króna, að sögn greiningardeildar, en hrein eign eru heildar eignir að frádregnum heildar skuldum.

Hrein eign heimilanna er um 500% af ráðstöfunartekjum þeirra og er hlutfallið í takt við það sem er í Bandaríkjunum og Evrópu en þar eru hlutföllin á bilinu 500-700% af ráðstöfunartekjum.