Nettóeign heimilanna nam 2.815 milljörðum króna í lok síðasta árs og jókst um 15% milli ára samkvæmt niðurstöðum álagningar ríkisskattstjóra. Vergar eignir jukust um 7,6% en skuldir minnkuðu um 2,7%.

Tekjur einstaklinga af arði námu 34,8 milljörðum króna sem er 18% aukning frá fyrra ári og var arður stærsti einstaki liður fjármagnstekna í fyrra. Leigutekjur einstaklinga námu 9,8 milljörðum króna og jukust um 10 prósent milli ára.