Hrein eign lífeyrissjóða var 1.837 milljarðar í lok ágúst og hafði hækkað í mánuðinum um 30,6 milljarða króna eða 1,7%.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þá var tólf mánaða hækkun hennar til ágústloka 11,9% samanborið við 18,6% á sama tímabili ári fyrr.

Sjóður og bankainnstæður hækkuðu um 12 milljarða króna og útlán og verðbréfaeign um 18,5 milljarðar króna í mánuðinum.

Verðbréf með föstum tekjum hækkuðu um tæpa 11,5 milljarða króna og má rekja þá hækkun til aukningar í sjóðsfélagalánum, verðbréfum fyrirtækja og íbúðabréfum.

Verðbréf með breytilegum tekjum jukust einnig í ágúst um tæpa 7 milljarða króna og er stærsta hluta þeirrar hækkunar hægt að rekja til hækkunar á innlendum hlutabréfum