Hrein eign lífeyrissjóða var 1.769 milljarðar króna í lok júní sl. og hafði hækkað í mánuðinum um 5,3 milljarðar króna eða 0,3%.

Tólf mánaða hækkun hennar til júníloka var 9,2% samanborið við 18,7% á sama tímabili ári fyrr en þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Verðbréfaeign með föstum tekjum jókst um 18 milljarða króna en verðbréfaeign með breytilegum tekjum dróst saman um 25,1 milljarða króna í mánuðinum.

Sjóðfélagalán hafa aukist um 16,7 milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins og voru í júnílok 148 milljarðar króna.