Hrein eign lífeyrissjóða var 1.764 milljarðar króna í lok maí og hafði hækkað í mánuðinum um 25 milljarða eða 1,4%.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Tólf mánaða hækkun hennar til maíloka var 10,6% samanborið við 19,1% á sama tímabili ári fyrr.

Verðbréfaeign með föstum tekjum jókst um 26,4 milljarða króna en verðbréfaeign með breytilegum tekjum dróst saman um 8,4 milljarða króna í mánuðinum.