Hrein eign lífeyrissjóða var 1.713 milljarðar króna í lok nóvember sl. og hækkaði um 77,2 milljarða frá fyrri mánuði.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að hækkun varð á erlendum verðbréfum sjóðanna í nóvembermánuði og er það í takt við veikingu krónunnar á sama tíma. Þá er enn nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.