Hrein eign lífeyrissjóða var 1.838 milljarðar króna í lok september síðastliðnum og hafði hækkað í mánuðinum um 0,68 milljarð króna.

Tólf mánaða hækkun hennar til septemberloka var 10,5% samanborið við 17,5% á sama tímabili ári fyrr.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Sjóður og bankainnstæður lækkuðu um 2,6 milljarða króna í mánuðinum. Útlán og verðbréfaeign hækkuðu um 18,8 milljarða króna í september.

Verðbréf með föstum tekjum hækkuðu um tæpa 27 milljarða króna en samkvæmt vef Seðlabankans má rekja stóran hluta af þeirri hækkun til aukningar á íbúðabréfum.

Verðbréf með breytilegum tekjum drógust saman í september um rúma 8 milljarða króna enda drógust innlend hlutbréf mikið saman í mánuðinum.