Í dag birti Seðlabankinn tölur um efnahag lífeyrissjóða hér á landi í lok apríl sl. Þar kemur m.a. fram að hrein eign lífeyrissjóðanna hafi í aprílmánuði aukist um 13,3 ma.kr. eða 1,6% og verið í lok mánaðarins 863,2 ma.kr. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs jókst hrein eign um 7,2% samanborið við 3% árið 2003.

Í lok síðasta árs var hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris 805,4 milljarðar og hefur því aukist um tæpa 60 milljarða frá áramótum.