Hrein eign lífeyrissjóða var 1.763 milljarðar króna í lok nóvember sl. og hækkaði um 18,8 milljarða í mánuðinum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Innlend verðbréfaeign hækkaði um 21,5 milljarða króna en mesta hækkunin er í íbúðabréfum sem jukust um 10,3 milljarða.

Þá kemur fram að sé miðað við nóvember 2008 hefur hrein eign hins vegar lækkað um 54,3 milljarða króna. Seðlabankinn segir þá breytingu hafa átt sér stað að afleiðusamningar sem áður hafa verið undir liðnum aðrar eignir, eru nú sýndir í liðnum afleiðusamningar. Þó er tekið fram að enn sé nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.