Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 1.380 milljörðum króna í lok ágúst og jókst um 1,8% í mánuðinum, segir greiningardeild Landsbankans.

?Tólf mánaða aukning eigna sjóðanna er 23% en hafði mánuði fyrr verið 24%. Aukningin í ágúst er að mestu tilkomin vegna hækkunar á gengi innlendra hlutabréfa en Úrvalsvísitalan hækkaði um 14,2% í mánuðinum. Alls jókst hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna um tæp 10% í ágúst, innlend hlutabréfaeign jókst um 13% en erlend hlutabréfaeign dróst saman um 2,4%," það greiningardeildin.

Hún segir að erlenda verðbréfaeignin hafi dregist saman um rúma 9,5 milljarða króna og er það annan mánuðinn í röð sem það á sér stað. Erlend verðbréfaeign hefur dregist saman um 5,5% frá því í júní.

"Styrking á gengi krónunnar ræður mestu um þessa þróun," segir greiningardeildin.