Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.591 milljarður króna í lok febrúar sl. og hafði lækkað um 22,8 milljarða í mánuðinum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en sé miðað við febrúar 2008 hefur hrein eign lækkað um 56,7 milljarða króna eða 3,4%.

Á vef Seðlabankans kemur fram að þessi lækkun skýrist af stærstum hluta af þeim miklu sviptingum sem áttu sér stað á íslenskum fjármálamörkuðum í október 2008. Frá lok október hefur lækkun á hreinni eign lífeyrissjóðanna mátt rekja að stórum hluta til breytinga á erlendum eignum sjóðanna. Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.