Hrein eign lífeyrissjóða var 2.021 milljarðar króna í lok júní og hækkaði um 14,9 milljarða króna í mánuðinum eða um 0,7%. Innlend verðbréfaeign nam 1.445 milljörðum króna og hækkaði um 6,4 milljarða króna. Erlend verðbréfaeign lækkaði um 5,8 milljarða króna og nam 490,8 milljörðum króna í lok mánaðarins. Sjóður og bankainnstæður námu 151,1 milljörðum króna og hækkuðu um 11,9 milljarða króna í lok júní af því er fram kemur í hagtölum Seðlabanka Íslands.