Hrein eign lífeyrissjóða landsins nam 2.043 milljörðum króna í lok júlí og hækkaði hún um 17,7 milljarða, 0,9%, á milli mánaða. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans.

Þar segir jafnframt: „Innlend verðbréfaeign nam 1.461 mö.kr. en hækkunin nemur tæpum 16 mö.kr frá síðasta mánuði. Erlend verðbréfaeign lækkaði hins vegar um 6 ma.kr eða 1,2% og nam því 489 mö.kr. í lok júlí.“