Hrein eign lífeyrissjóða nam 3.290 millj­ örðum króna í lok mars. Þetta kemur fram í nýjustu útreikn­ingum Seðlabankans. Eignir lífeyrissjóðanna hafa aukist um 0,6% frá áramótum og 8% frá því í mars á síðasta ári.

Í lok mars námu innlendar eignir lífeyrissjóða 2.587 milljörðum króna og hækkuðu um 25 millj­arða frá febrúar. Erlendar eignir stóðu í 710 milljörðum króna í lok mars. Frá mars í fyrra hafa innlendar eignir lífeyrissjóð­ anna aukist um 12% og erlendar dregist saman um 6%.