Hrein gjaldeyrisskuld þrotabúa gömlu bankanna þriggja nemur um 530 milljarðar króna eða sem nemur 32 prósentum af landsframleiðslu Íslands að þvú fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Í frétt á Vísi um málið segir að þessi staðreynd hafi meðal annars legið  til grundvallar lagasetningunni um herðingu á gjaldeyrishöftunum. Útstreymi á þessu fé úr landinu hefði verulega veikt gengi krónunnar.

Bent er á að nær allir kröfuhafar Landsbankans séu erlendir en um 80 prósent krafna í þrotabú Glitnis og Kaupþings séu erlendar. Þá segir að upplýsingar liggi fyrir um að erlendir aðilar hafi stóraukið kaup á jafngreiðslubréfum Íbúðalánasjóðs í þeim tilgangi að nýta sér þessa heimild til að taka út gjaldeyri í krafti hennar.