Hrein raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða var 13,3% á síðasta ári eftir nokkur mögur ár þar á undan. Þannig var neikvæð raunávöxtun um 3% árið 2002, 1,9% árið 2001 og 0,7% 2000. Þetta er því mikill viðsnúningur. Hæsta ávöxtunin var hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum eða 16,4%.

Hrein eign til greiðslu lífeyris um síðustu áramót nam 824 milljörðum króna samanborið við 679 milljarða árið áður og nemur aukningin 21,4% sem samsvarar 18,2% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs.