Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna var mjög góð á árinu og nam 13,5%, sem er hæsta raunávöxtun frá árinu 1996, segir greiningardeild Landsbankans en síðustu tíu ár hefur raunávöxtunin verið 6,4%.

?Hrein eign til greiðslu lífeyris nam í árslok 2005 1.220 milljörðum króna, samanborið við 990 milljarða króna í árslok 2004. Aukningin nemur 24% sem samsvarar 19% raunaukningu ef tekið er mið af vísitölu neysluverðs á tímabilinu. Í lok júní síðastliðnum nam hrein eign til greiðslu lífeyris 1.358 milljörðum króna sem samsvarar 11,3% hækkun frá áramótum," segir greiningardeildin.

"Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóðstreymi nam 490 milljöðrum króna á árinu 2005 samanborið við 455 milljarða króna árið á undan. Á sama tíma nam nýtt ráðstöfunarfé (iðgjöld - rekstrarkostnaður) um 50 milljörðum króna á árinu sem er svipuð fjárhæð og verið hefur undanfarin ár," segir greiningardeildin.