Arnar Sigurmundsson formaður Landssamtök lífeyrissjóða.
Arnar Sigurmundsson formaður Landssamtök lífeyrissjóða.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Landssamtök lífeyrissjóða áætla að vegið meðaltal nafnávöxtunar lífeyrissjóðanna hafi verið um 5,1% á árinu 2010 en verðbólga á sama tímabili var 2,6%. Að meðaltali var hrein raunávöxtun því 2,5% á árinu 2010. Þetta kom fram á aðalfundi samtakanna í gær.

Greint er frá þessu á heimasíðu samtakanna. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður LL, sagði í skýrslu stjórnar að raunávöxtun lífeyrissjóðanna árið 2010 hefði eðlilega verið nokkuð misjöfn, allt eftir samsetningu og ávöxtun eignaflokka. Í heildina megi greina mikla breytingu til batnaðar frá „hrunárinu“ 2008 þegar raunávöxtun lífeyrissjóða var neikvæð um 21,8% en hins vegar jákvæð um tæplega 0,4% árið 2009. Og nú var raunávöxtnin 2010 sem sagt 2,5%.

„Þetta eru mikil umskipti til hins betra en áhrif hrunsins birtast samt enn í ársreikningum sjóðanna fyrir 2010,“ sagði Arnar.