Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.734 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðung. Skuldir námu hins vegar 12.380 milljörðum króna og var hrein staða þjóðarbúsins við útlönd því neikvæð um 7.646 milljarða króna. Nettóskuldir lækka um 175 milljarða króna á milli ársfjórðunga, að því er fram kemur í bráðabirgðayfirliti Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2013 og um stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Þar kemur sömuleiðis fram að ef eignir innlánsstofnana í slitameðferð, það er þrotabúum föllnu bankanna, eru teknar út úr jöfnunni þá breytist staðan. Þá myndur eignir þjóðarbúsins nema 2.738 milljörðum króna en skuldir 2.992 milljörðum króna. Hreint staða væri þá neikvæð um 254 milljarða króna.