Hreinar fjáreignir heimila og félagasamtaka jukust um 11,8% milli ára og voru 2.119 milljarðar í árslok 2012 sem jafngildir 124,7% af vergri landsframleiðslu. Fjáreignir þeirra námu 3.795 milljörðum króna í árslok 2012, en stærstu fjáreignir heimila eru lífeyrisréttindi.

Virði hlutabréfaeignar heimila og félagasamtaka jókst um 17,4% á milli áranna 2011 og 2012 og nam 148 milljörðum króna í árslok 2012. Hlutafjáreign sem hluti af heildarfjáreignum þeirra var 3,9% en svo hátt hefur hlutfallið ekki verið frá árinu 2007.

Fjárskuldbindingar heimila og félagasamtaka voru 1.676 milljarðar króna á sama tíma.