Hreinn Gústavsson hefur verið ráðinn vöru- og viðskiptaþróunarstjóri Já en hann mun einnig taka sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Hreinn var áður framkvæmdastjóri og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Stokkur Software ehf. en fyrirtækið hefur þróað mörg vinsæl öpp meðal annars Alfreð, Púlsinn, Strætó og Leggja. Áður starfaði Hreinn sem forritari hjá Vodafone, TM Software og Nova. Hreinn útskrifaðist með BSc í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002.

„Það er ánægjulegt að fá Hrein í framkvæmdastjórn Já. Hann mun tilheyra öflugum hópi starfsmanna sem vinna við þróun og rekstur margra af mest notuðu stafrænu lausnum landsins.“ Segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. Sigríður segir að reynsla og bakgrunnur Hreins smellpassi við framtíðarsýn og lykilverkefni félagsins.

„Ég hef fylgst með Já á undanförnum  árum og hlakka til að fá tækifæri að taka þátt í nýsköpun og þróun til frekari uppbyggingar félagsins,“ segir Hreinn Gústavsson. „Við erum að upplifa hraðar tækniframfarir sem hefur áhrif á alla atvinnuvegi og því spennandi tímar framundan í upplýsinga- og tæknigeiranum.“