Hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs var jákvæður um 82 milljarða á liðnu ári, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skatttekjur ríkissjóðs hækkuðu um 20,7% á milli ára og námu alls 315 milljörðum.

Samkvæmt greiðsluppgjöri ríkissjóðs var handbært fé jákvætt um 32 milljarða króna, en var neikvætt árið 2004. Í vefriti fjármálaráðuneytisins segir að ekki sé dæmi um jafn jákvæða útkomu um áratugaskeið. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 82 milljarða króna miðað við 22 milljjarða
í fyrra. Frávik frá fyrra ári skýrast að miklu leyti af 56,8 milljarða söluuhagnaði vegna Landssímans hf. svo og 5,6 milljarða króna fjárrmagnsstekjuuskatti vegna sölunnar, sem færist bæði sem gjöld og tekjur. Fjárrmunaahreyfingar eru jákvæðar um 50 ma.kr. Þar munar mest um 66 ma.kr. söluandvirði Landssímans hf., en á móti vegur 32 ma.kr. lækkkun vegna sérstaks samkomulags um ávöxtun fjár hjá Seðlabanka Íslands.

Í heild námu tekjur ríkissjóðs 399 milljörðum og hækkuðu um 118,6 milljarða eða 42,2%. Skatttekjur hækkuðu um 20,7% og námu alls 314,8 milljörðum. Til samanburðar, bendir fjármálaráðuneytið á að almennt verðlag hækkaði um 4% á tímabilinu þannig að skatttekjur hækkuðu að raungildi um 16,1%.

Skattar á tekjur og hagnað námu 102,2 milljörðum og jukust um 18,9 milljarða frá fyrra ári. Þar munar mest um tæplega 8 milljarða aukna innheimtu tekna af fjármagnstekjuskatti sem að mestu skýrist með sölu Landsssímans hf. og svo 6,4 milljarða aukna innheimtu tekjuskatta einstaklinga.

Innheimt tryggingagjöld jukust einnig á milli ára, eða um 16,2% en til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði
um 6,8% á sama tímabili.

Greidd gjöld námu 308,4 milljörðum og hækkuðu um 28 ma.kr. frá fyrra ári, en þar af skýrast 5,6 milljarðs króna af gjaldfærslu fjármagnstekjuskatts af söluhagnaði Símans og 4,6 milljarðs af hækkun vaxtagreiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina kom til innlausnar í apríl.

Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu-og
heilbrigðissmála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs, eða 195,7 milljörðum sem er nálægt ⅔ af heildargjöldunum.