Að minnsta kosti fjórir yfirmenn hjá þýska bílaframleiðandanum verða neyddir til að segja af sér að því er kemur fram í frétt Automotive News Europe .

Einn þeirra er talin vera Ulrich Hackenberg, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Audi. Einnig er talið að yfirmaður vélamála hjá Porsche, Wolfgang Hatz verði látinn fara frá fyrirtækinu. Ákvörðun um málið verður tekin á stjórnarfundi á föstudag.

Forstjóri Volkswagen sagði af sér í gær eftir langan stjórnarfund. Stjórn félagsins reynir nú að bjarga orðspori fyrirtækisins eftir að upp komst um hugbúnað í diesel bílum Volkswagen sem hannaður var til að sniðganga umhverfiskröfur.