Öll stjórn Íslenskra verðbréfa var hreinsuð út á síðasta aðalfundi 17. mars. Nýir stjórnarmenn eru Stefán Halldórsson, stjórnarformaður Byrs, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Magnús Gauti Gautason, sem á rætur að rekja til KEA-veldisins.

Helsta ástæðan fyrir hreinsununum er að nýlegar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki gerði gömlum stjórnarmönnum ekki kleift að sitja áfram í stjórn ÍV. Það á við um tvo fulltrúa lífeyrissjóðanna í stjórninni.