*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 5. desember 2013 08:41

Hreinskiptar umræður um lofthelgismál

Varaforseti Bandaríkjanna ræddi við leiðtoga Kínverja.

Ritstjórn

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að viðræður hans við leiðtoga Kínverja hafi verið mjög hreinskiptar. 

Biden er í heimsókn í Asíu þessa dagana. Athygli hefur beinst mjög að nýrri lofthelgi sem Kínverjar lýstu einhliða yfir í síðasta mánuði. Innan þessarar nýju lofthelgi eru eyjar sem hingað til hafa heyrt undir Japan. 

Bandaríkjamenn, Japanar og Suður Kóreumenn vilja ekki viðurkenna þessa nýju lofthelgi og hafa flogið herflugvélum um hana án þess að tilkynna Japönum það. 

Meira má lesa um málið á vef BBC

Stikkorð: Joe Biden