Frá október síðastliðnum nam innflæði erlends fjármagns í nýfjárfestingar 23 milljörðum króna en á sama tíma var útflæði 28 milljarðar króna. Nettóútflæði á tímabilinu var því 5 milljarðar króna eða 0,2% af vergri landsframleiðslu (VLF). Til samanburðar þá var hreint innflæði á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 32 milljarðar króna .

Erlendir aðilar eiga í dag um 14% útistandandi ríkisverðbréfa í krónum sem er lágt í sögulegum og alþjóðlegum samanburði.

Dregist hefur úr umfangi aflandskrónueigna og námu þær um 50,4 milljörðum króna í lok maí eða 1,7% af VLF. Hugtakið aflandskrónur er notað um verðmæti í íslenskum krónum, oft í eigu erlendra aðila, sem lúta takmörkunum vegna hafta á fjármagnshreyfingar. Umfang eignanna hefur lækkað um 12 milljarða króna frá því í september 2019.

Verulegt innflæði erlends fjármagns í fasteignafélag

Verulegur hluti innflæðisins tengist að mestu kaupum erlends aðila á eignarhlut í innlendu fasteignafélagi, segir í skýrslu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem birtist í dag.

Fredensborg ICE ehf. Fredensborg ICE ehf., dótturfélag norska íbúðaleigufélagsins Fredensborg AS, gerði yfirtökutilboð í leigufélagið Heimavellir í byrjun mars . Fredensborg ICE á í dag 73,93% í félaginu. Miðað við tilboðsverðið ætti verðmæti þeirra hluta sem Fredensborg hefur gert kaupsamning um að vera 12,5 milljarða íslenskra króna.