*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 5. maí 2018 10:02

Hreyfill hagnast um 39 milljónir

Rekstrartekjur Hreyfils námu hálfum milljarði króna. Arðsemi félagsins lækkar milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Leigubílastöðin Hreyfill hagnaðist um 38,6 milljónir á síðasta ári. Þetta er minni hagnaður en árið áður þegar Hreyfill hagnaðist um 57 milljónir.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu í fyrra rúmum hálfum milljarði og jukust úr 455 milljónum. Rekstrargjöld jukust sömuleiðis úr 370 milljónum í 414 milljónir.

Afskriftir félagsins voru ríflega tvöfalt meiri árið 2017 en á fyrra ári og námu 54,3 milljónum. Arðsemi eigin fjár félagsins lækkar úr 12,4% í 8% milli ára.

Eignir samstæðunnar voru 975 milljónir við lok síðasta árs og jukust um 40 milljónir á árinu. Eigið fé félagsins var í lok síðasta árs 617,5 milljónir. Handbært fé Hreyfils lækkaði um 56 milljónir á árinu 2017 í 432 milljónir og er óráðstafað eigið fé 617 milljónir.

Stikkorð: Hreyfill leigubílar uppgjör