Leigubílastöðin Hreyfill tapaði 69,5 millljónum á síðasta ári. Þetta er meira tap en árið áður þegar félagið tapaði 56,5 milljónum. Hefur Hreyfill því tapað rúmlega 125 milljónum króna á tveimur árum, samkvæmt ársreikningi. Síðasta hagnaðarár félagsins var árið 2018 þegar það hagnaðist um 44 milljónir.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 444 milljónum króna í fyrra og jukust um tæpar 30 milljónir úr 417 milljónum. Rekstrargjöld jukust sömuleiðis lítillega úr 481 milljónum í 486 milljónir.

Afskriftir félagsins námu 41 milljónum á síðasta ári og jukust um 15 milljónir á milli ára. Arðsemi eigin fjár félagsins lækkar úr -11,9% niður í -15,8% milli ára.

Eignir samstæðunnar voru 927 milljónir við lok síðasta árs og jukust um 37 milljónir á árinu. Handbært fé Hreyfils lækkaði um 16 milljónir á árinu 2021 í 32 milljónir og er óráðstafað eigið fé 533 milljónir.