Undanfarið hafa íslensk fyrirtæki litið með auknum áhuga til Asíu en mikill uppgangur hefur verið þar síðustu ár. Hafliði Sævarsson starfar hjá Glitni í Shanghai.

Hafliði Sævarsson má heita sérfræðingur í málefnum Kína. Hann er vel að sér um land og þjóð enda kynnst því af eigin raun. Hann sótti nám í Peking og Hong Kong og hefur unnið í landinu um tíma. Auk þess talar hann mandarín, útbreiddustu mállýskuna í Kína. Hafliði starfar nú hjá Glitni í Shanghai en áður vann hann fyrir Sendinefnd Evrópuráðsins í Kína og einnig hjá sendiráði Íslands í Peking.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .