*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 18. nóvember 2013 08:26

Hreyfingin hætt störfum

Fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar leggur áherslu á að ný stjórnarskrá nái að taka gildi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hreyfingunni var slitið á landsfundi flokksins sem haldinn var á laugardaginn. Þetta er gert með vísan í ákvæði í samþykktum flokksins þar sem segir að Hreyfingin muni hætta starfsemi þegar Hreyfingin hafi náð markmiðum sínum eða fyrirséð að hún muni ekki ná markmiðum sínum.

Í tilkynningu sem Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, sendi fjölmiðlum í morgun segir að eina leið Íslendinga „út úr því öngþveiti sem við erum föst í sé" með nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var í þjóðaratkvæðageiðslu fyrir rúmu ári síðan. 

Þau Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, fyrrverandi þingmenn Hreyfingarinnar, buðu fram undir merkjum Dögunar í síðustu þingkosningum. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, bauð sig fram undir merkjum Pírata og hlaut kjör á Alþingi.