Hlutabréf lækkuðu nokkuð í Bandaríkjunum í dag og hafa ekki lækkað jafn mikið einum degi í yfir mánuð að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Þannig lækkaði Nasdaq vísitalan um 3,2%, Dow Jones um 2,7% og S&P 500 um 3%.

Það voru annars vegar tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins og hins vegar olíufélög en olía hríðlækkaði í verði í dag.

Við lok markaða í New York kostaði tunnan af hráolíu 42,8 Bandaríkjadali og hafði þannig lækkað um 11,9% í dag.

Í kjölfarið lækkuðu félög á borð við Chevron og Exxon sem lækkuðu um 4,5% og 3%.