Það er lítil hætta á vanefndum skuldabréfaútgáfu íslensku bankanna en þeir þurfa að vinna að því að endurvekja traust fjárfesta, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar hringborðsumræðu greiningarfyrirtækisins Credit Sights.

Fulltrúar frá Barclays, BNP Paribas, Cairn Capital og Royal Bank of Scotland tóku meðal annars þátt í hringborðsumræðunum.

Af viðskiptabönkunum þremur telja þátttakendur hringborðsumræðunnar lánshæfi Glitnis sterkast, en eru sammála um að fjárfestar geri ekki mikinn greinarmun á Glitni, Kaupþingi banka og Landsbankanum.

Talið er að lánshæfismat bankana sé of hátt en að líklega sé lítil hætta á að lánshæfismatsfyrirtækin lækki lánshæfiseinkunnir sínar á íslensku bönkunum.

Þátttakendurnir telja vöntun á upplýsingum um íslensku bankana til skuldabréfafjárfesta hafi stuðlað að nýlegum vandamálum viðskiptabankanna þriggja.

Einnig nefndu þátttakendur að dýrari fjármögnun bankanna sé alvarlegasta afleiðing neikvæðra greininga og fjölmiðlaumfjöllunar um bankana síðustu daga.