*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 24. ágúst 2018 14:01

Hringbraut gert að greiða sekt

Fjölmiðlanefnd hefur úrskurðað að sjónvarpsstöðin Hringbraut hafi brotið lög með því að birta auglýsingar sem sýndu áfengar vörutegundir.

Ritstjórn
Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrár- og ritstjóri Hringbrautar.
Haraldur Guðjónsson

Fjölmiðlanefnd birti ákvörðun þann 24. ágúst síðastliðinn að sjónvarpsstöðin Hringbraut hafi brotið lög með því að birta auglýsingar sem sýndu áfengar vörutegundir Ölgerðarinnar í þættinum Þorrinn 2018, sem sýndur var í lok janúar á síðasta ári. 

Félagið Hringbraut fjölmiðlun sem sér um rekstur sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar er gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 krónur vegna brotsins. Við ákvörðun sektarinnar var tekið mið af eðli brotsins og því að sjónvarpsstöðin hafi áður gerst brotleg. 

Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að sjónvarpsstöðin hafi jafnframt brotið lög um leyfilegt auglýsingahlutfall fjölmiðla. 

Hér má lesa úrskurðinn. 

Stikkorð: Hringbraut